Hvað þarft þú að hafa í huga
Lágmarks stærð á rými er eftirfarandi:
- Hæð: 280cm
- Breidd: 300cm
- Dýpt: 400-500cm (fer eftir tegund golfhermis)
Þegar byrjað er að huga að uppsetningu golfhermis þá er gott vinna sig út frá aðal tækinu, herminum sjálfum. Það eru margar tegundir sem hægt er að vilja á milli og allar hafa þær sína kosti og galla.
1. Golfhermirinn
Golfhermirinn er oftast stærsti parturinn af hverju golfherma aðstöðu og því er gott að kynna sér vel hvað er í boði þar. Hægt er að velja á milli golfherma sem byggja á radar tækni og/eða myndavéla tækni. Hér getur þú séð samanburð á golfherma tækni.
2. Höggtjald og frágangur
Næst er það höggtjaldið og frágangur. Hægt er að sérsníða höggtjald og umgjörð fyrir hvert rými eða vera með sjálfstæða einingu eins og Simbox sem er með höggtjaldi, hliðum og lofti. Simboxið er virkilega einfalt í uppsetningu og kemur í 6 mismunandi stærðum.
3. Höggmotta
Höggmottan er það sem þú slærð boltann af. Það er mikilvægt að velja mottuna vel þar sem haft er í huga bæði endingartíma og ekki síst stífleika motturnar. Mismunandi mottur henta fólki en sumir eiga það til að fá verk í hendur ef motturnar eru ekki nægilega góðar.
4. Skjávarpi
Ef þú vilt getað séð myndina á tjaldinu þá þarftu skjávarpa. Það er tvennt sem gott er að hafa í huga þegar skjávarpi er valin, 1. Hversu langt frá tjaldinu áætlar þú að hafa skjávarpan? Hægt er að fá bæði gleiðlinsu skjávarpa sem getur verið frekar nálægt tjaldinu en einnig "venjulegan" skjávarpa sem er þá lengra frá. 2. byrtustig, gott er að velja skjávarpa sem er með yfir 3.000 lumen og jafnvel í kringum 5.000 lumen.
5. Tölvubúnaður og hugbúnaður
Til þess að geta spilað alla þá velli þarft þú að vera með hugbúnað sem getur tengst herminum en einnig öfluga tölvu. Gott er að vera með öfluga leikjatölu með góðu skjákorti. Þeir leikir sem eru vinsælastir núna eru GSPro og TGC2019 auk margra fleiri.
Golfhermar og sá búnaður sme til þarf dreifist á víttverðbil. Hægt er að byrja að slá fyrir undir 200.000kr. Það má þó gera ráð fyrir því að fullbúin golfherma aðstaða með öllu kosti á bilinu 1.200.000 - 2.000.000 kr