TGC2019 hugbúnaðurinn býður upp á mikinn fjölda golfvalla til að spila, sumir eru raunverulegir vellir sem eru endurgerðir í leiknum. Flestir vellir eru ekki gefnir út af TGC heldur búnir til af áhugasömum notendum og geta þeir því verið bæði mjög raunverulegir og nákvæmir en sumir geta verið síðri. 

Góð regla er að velja LIDAR velli, en þeir vellir eru gerðir eftir nákvæmum hæðarmælingum sem gerðar hafa verið af völlum. Önnur góð leið er að skoða stjörnugjöfina sem völlurinn fær og hvað margir hafa spilað hann.

Einnig er hægt að leita eftir völlum hér og þá má sigta út eftir landi, lengdum eða öðrum atriðum. 

Ef krökkum langar að vera með þá mælum við með velli sem heitir Kids vs. Parents en hann er stuttur,  auðveldur og allar flatir halla skemmtilega að pinna.