Vilt þú geta spilað golf allt árið um kring ?

Markmið okkar er að gera íslenskum kylfingum kleift að setja upp sinn eigin fullkomna golfhermi án þess að verðin séu hærri en erlendis.

Við bjóðum ráðgjöf og búnað til þess að breyta bílskúrnum, auka herberginu, kjallaranum, stofunni eða háloftinu í fullkominn golfhermi á heimsmælikvarða. Við bjóðum upp á golfherma sem henta í öll rými, veitum ráðgjöf og getum jafnvel sett búnaðinn upp þannig að ekkert sé eftir annað en að slá fyrsta högg.

Þegar þú verslar TGC2019 og SkyTrak af okkur getur þú einnig verslað tölvu af okkur fyrir herminn eða komið með þína eigin tölvu til okkar og við setjum allan hugbúnað upp fyrir þig.

Með því að nota SkyTrak og TGC2019 golfherminn má spila allt að 150.000 velli út um allan heim. Okkar viðskiptavinir geta jafnvel óskað eftir því að fá sinn íslenska völl inn í kerfið sitt eða búið hann til sjálfir. Því í TGC2019 er hægt að búa til sinn eigin golfvöll.

Hafðu samband við okkur hér að neðan eða kíktu á Facebook síðu okkar og sendu okkur skilaboð og við aðstoðum þig.