top of page

Golfhermir ehf. – Skilmálar 

 

  1. Ábyrgðarskilmálar

    1.1 Skilmálar þessir taka til allra vörukaupa hjá Golfhermir ehf., kt. 631120-1560, (hér eftir „seljandi“) hvort sem varan er keypt í netverslun eða með öðrum leiðum.

    1.2 Sölunóta kaupanda gildir sem ábyrgðarskírteini og er því gott að halda vel upp á hana.

    1.3  Almennur ábyrgðartími er tvö ár frá kaupdegi og gildir það um allar vörur að undanskildum vörum sem hafa eðli málsins samkvæmt skemmri endingartíma t.d batterí sem hefur eins árs ábyrgðartíma.

    1.4  Reynist vara vera gölluð s.s. ef um verksmiðjugalla er að ræða áskilur seljandi sér rétt til þess að meta hvort hægt sé að laga vöru eða hvort afhenda skuli nýja vöru í stað þeirra gölluðu.

    1.5 Seljandi ber ekki ábyrgð á galla sem má rekja til sakar kaupanda eða aðstæðna sem hann varða, s.s. rangrar notkunar eða slæmrar meðferðar á vöru, raka- eða höggskemmda, rangra uppsetninga eða skorts á uppfærslum, slælegs viðhalds, slysa eða óhappa. Það sama á við fylgi kaupandi ekki leiðbeiningum seljanda og/eða framleiðanda um meðferð vörunnar eða hafi kaupandi eða þriðji aðili átt við vöruna. Reynist vara högg- eða rakaskemmd ber kaupandi sönnunarbyrði fyrir því að varan hafi verið haldin galla að öðru leyti. 

    1.6  Seljandi ber ekki ábyrgð á galla sem rekja má til hugbúnaðarvillu

    1.7  Komi í ljós að ekki sé um galla að ræða skal kaupandi bera skoðunargjald samkvæmt verðskrá

    1.8 Sé ábyrgð seljanda til staðar ber seljandi eingöngu ábyrgð á beinu tjóni kaupanda sem gera má ráð fyrir að sé bein afleiðing af galla á vörunni. Ábyrgð seljanda nær ekki til óbeins tjóns, þ.m.t. rekstrartaps eða tjóns sökum þess að ekki hefur tekist að uppfylla samninga við þriðja aðila. Það sama á við um missi á gögnum vegna galla á vöru. 


 

 

 

2. Skilafrestur og skipti.


       2.1  Skilafrestur vöru er 30 dagar frá afhendingardegi, varan skal vera í upprunalegur 

       ástandi. Ekki skal vera búið að virka virkja vöruna né tengja við aðrar þjónustuleiðir.
 

       2.2  Við skil getur viðskiptavinur valið um að fá vöruna endurgreidda, skipt henni í aðra vöru eða fengið inneignarnótu.

 

 

3. Greiðsluleiðir

 

       3.1 Golfhermir ehf. tekur á móti greiðslukortum í netverslun auk þess en hægt er að greiða með millifærslu.  Við                  afhendingu er einnig hægt að greiða með reiðufé.

       3.2  Þeir viðskiptavinir sem eru í reikningsviðskiptum fá sendan reikning í heimabanka með eindagi 30 dögum eftir að        viðskiptin fara fram.

 

      3.3 Ef viðskiptavinur vill vera í reikningsviðskiptum skal senda tölvupóst á golfhermir@golfhermir.is

 

4. Afhendingarskilmálar

 

       4.1 Vegna breytilegra opnunartíma eru afhendingartími ákveðn með kaupanda í hvert skipti.

       4.2  Golfhermir ehf. bíður viðskiptavinum upp á heimsendingu innan höfuðborgarsvæðisins á pöntunum yfir                          100.000kr að kostnaðarlausu.

       4.3  Pantanir undir 100.000kr og viðskipti utan höfuðborgarsvæðisins fylgja gjaldskrá um sendingar.


 

5. Uppsetning og tækniaðstoð

       5.1 Við kaup á golfhermi er hægt að óska eftir aðstoð við uppsetningu og fer það eftir verðskrá.

 

6. Persónuverndarstefna

 

       6.1 Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin.                    Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Golfhermir ehf

Álfaborgir 9, 112 Reykjavík

766-0062

631120-1560

bottom of page