Í TGC2019 er hægt að búa til sína eigin velli.
Við höfum tekið Lidar-gögn (hæðamælingar) af Hlíðarvelli í Mosfellsbæ og sett inn í TGC2019.
Með þessu fáum við landslagið, hóla og hæðir inn í forritið og getum hafist handa við að huga að útliti og öðru slíku.
Mjög erfitt er að ná öllu útliti 100% en þeir sem þekkja Hlíðavöll ættu að kannast vel við sig enda allt landslag unnið eftir mjög nákvæmum mælingum. Þeir sem versla hermi hjá okkur geta keypt þessa viðbót við sitt kerfi.
Skoða má myndirnar til að átta sig á því hvernig hann lítur út í leiknum.