Almennt um TGC2019

TGC2019 er golfhermi forrit sem notar upplýsingar úr SkyTrak. Í TGC er hægt að leika þúsundir golfvalla.

Tæknilegar upplýsingar

Við hönnun á TGC2019 er búið að leggja mikla vinnu í að spilun verði sem raunverulegust og er notast við fullkomnar reikniformúlur til að boltaflug, boltaskopp og rúll sé sem raunverulegast.

Hægt er að stilla upplausnina í TGC á Ultra HD (4K) ef tölva og skjávarpi ræður við slíkt en þá eru myndgæðin hreint út sagt ótrúleg.

Í TGC2019 er hægt að velja á milli þúsunda golfvalla og eru nánast allir frægustu golfvellir heims í boði sem og aðrir fallegir en minna frægir vellir.

TGC2019 býður notendum upp á að halda utan um forgjöf og hægt er að taka þátt í mótum sem haldin eru í gegnum netið og eru þá oft kylfingar frá hinum ýmsu löndum að spila saman (sama völlin á sama tíma).

Einnig er hægt að hanna sinn eigin völl ef menn vilja setja sig inn í það. Ef ekki er hægt að tala beint við okkur hjá Golfhermir.is og við getum aðstoðað við að koma þínum heimavelli inn í TGC2019.