Með pakkanum fylgir:

  1. „SkyTrak“ Golfhermir. Lesa má nánar um SkyTrak herminn hér
  2. „Metal case“ eða öflug málm hlíf. Hlífin veitir herminum vörn gegn hnjaski og höggum svo sem vegna golfbolta. Hlífin er nánast óbrjótanleg. Á hlífina er búið að skera göt fyrir háhraða myndavélina, slökkva/kveikja takkann, og rafmagnssnúruna svo það er í raun óþrafi að taka herminn úr hlífinnni nema til að þrífa linsuna einstöku sinnum. Þess má geta að götin eru minni en stærðin á golfbolta. Með hlífinni fylgja stillanlegir fætur því mikilvægt er að SkyTrak hermirinn sé stiltur í sömu hæð og boltinn (nytsamlegt ef hermirinn er ekki á golfmottunni sjálfri, annars eru fæturnir óþarfir).
  3. „Game improvement plan“ þ.e. árs áskrift af sérstökum hugbúnaði sem SkyTrak hefur þróað sem getur hjálpað kylfingum að bæta sinn leik. Planið inniheldur þrautir og möguleikan á því að mæla hversu langt kylfingur slær með hverri kylfu o.fl. Þá er nauðsynlegt að vera áskrifandi af „Game improvement plan“ ætli kylfingur að nota SkyTrak herminn með öðrum hugbúnaði svo sem TGC eða E6.