top of page
Það er auðveldara en þú heldur að setja upp golfhermi í heimahúsi. Við aðstoðum þig við hvert skref og sjáum til þess að þú getir spilað þitt besta golf heima hjá þér.
ALGENGAR SPURNINGAR
-
Hversu stórt rými þarf ég til að geta sett upp golfhermi ?Lágmarks stærð á rými er eftirfarandi: - Hæð: 280cm - Breidd: 300cm - Dýpt: 400-500cm (fer eftir tegund golfhermis)
-
Hvað er langur afgreiðslutími ?Ef vara er ekki til á lager er hægt að gera ráð fyrir 7-10 daga afgreiðslufrest.
-
Hvernig endurnýja ég Skytrak áskriftina mína ?Skytrak áskriftin gildir í eitt ár í senn og þarf að fara inn á síðuna þeirra til þess að endurnýja. www.Skytrakgolf.com > Support > Manage subscription. Ef þú lendir í vandræðum er alltaf hægt að hafa samband við okkur og við munum aðstoða við að koma þessu í lag.
-
Hver er helsti munurinn á Skytrak, Foresight GC3 og Trackman ?Hér höfum við þrjá af vinsælustu golfhermunum á markaðnum. Þeir hafa allir sína kosti . Skytrak+ - Mun ódýrari en hinir, 550.000kr. - Notast við bæði myndavélakerfi en einnig radar tækni sem gerir honum kleift að gefa kylfingum nákvæmar upplýsingar um bæði boltaflug of kylfuferil. - Skytrak (og Foresight GC3) þurfa minna rými heldur en Trackman (Hæð: 280cm, breidd: 300cm, dýpt: 400cm). Foresight GC3 - Foresight GC3 notast við þrjár háhraða myndavélar til að lesa upplýsingarnar og gefur kylfing bæði boltaflugs upplýsingar auk kylfu upplýsinga. - Foresight missir færri högg heldur en Skytrak og getur því talist áreiðanlegri. Trackman - Það má segja að Trackman sé einn fullkomnasti hermirinn á markaðnum. - Trackman notast við radar tækni og getur talist nákvæmari en hinir. - Trackman forritið er virkilega vandað og er mikill fjöldi golfvalla í boði þar auk fullkominnar æfingaraðstöðu.
1
AÐSTAÐAN
Fyrst þarf að huga að aðstöðunni. Hversu stórt er rýmið sem unnið er með? Hægt er að sérsníða aðstöðuna inn í hvert rými en einnig er hægt að hafa það frístandandi eins og Simbox.
2
GOLFHERMIR
Mikilvægast af þessu öllu er golfhermirinn sjálfur. Það er oft stærsta fjárfestingin af pakkanum og því mikilvægt að velja vel.
Margar mismunandi tegundir eru í boði, bæði tæki sem byggja á myndavéla kerfi en einnig tæki sem byggja á radar tækni.
bottom of page